Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1812 svör fundust

Hvar í Evrópu er Albanía?

Hið albanska nafn landsins er Rebublika e Shqipërisë. Albanir nefna þjóð sína sjálfir shqiptarë sem þýðir „synir arna“. Albanía er á vesturhluta Balkanskagans við Otranosund. Flatarmál þess er 28.748 km2, mesta lengd frá norðri til suðurs er 340 km og frá austri til vesturs 157 km. Norðvestan Albaníu liggur Sva...

Nánar

Hvar var borgin Sparta og hverjir voru Spartverjar?

Sparta er borg sem stóð við fljótið Evrótas á sunnanverðum Pelópsskaga á Grikklandi. Til forna lá borgin skammt frá þeim stað þar sem borgin Sparte (borið fram Spartí) er nú. Blómatími Spörtu var frá 6. öld f.Kr. fram á 4. öld f.Kr. Borginni tilheyrði stórt landsvæði sem skiptist í tvo hluta: Lakóníu (eða Lakedæmó...

Nánar

Hver er saga grískrar heimspeki?

Grísk heimspeki á sér 2600 ára langa sögu frá fornöld fram á okkar daga. Eðlilegast er samt að skipta sögu grískrar heimspeki í fjögur megintímabil. Fyrsta tímabilið, heimspeki fornaldar, hefst á fyrri hluta 6. aldar f.Kr. og nær að minnsta kosti til ársins 529 e.Kr. en þá létJústiníanus I, keisari austrómverska r...

Nánar

Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún?

Véfréttin í Delfí var staður þar sem Forngrikkir gátu fengið goðsvar frá hofgyðju Apollons. Delfí var forngrísk borg í suðurhlíðum Parnassosfjalls í Fókishéraði. Eldra nafn borgarinnar var Pýþó, dregið af nafni Pýþonsslöngu sem Apollon átti að hafa drepið. Ekki er ljóst af hverju borgin var síðan nefnd Delfí, s...

Nánar

Hver fann upp stærðfræðina?

„Guð fann upp heilu tölurnar, allt annað eru mannanna verk“ er haft eftir Kronecker, einum af höfuðstærðfræðingum 19. aldar. Öll menningarsamfélög hafa einhverja aðferð til að kasta tölu á tiltekinn fjölda. Að þessu leyti mætti segja að enginn hafi fundið upp stærðfræðina heldur sé hún samofin menningunni og af Gu...

Nánar

Hver var sólguðinn Helíos?

Hér er einnig svarað spurningu Vilborgar Jónsdóttur: "Er eitthvað eftir af styttunni af Ródosrisanum?" Helíos var grískur sólguð eða persónugervingur sólarinnar. Hann flutti goðum og mönnum dagsljósið og ekur dag hvern vagni sólar yfir himinhvolfið eins og segir í Íslensku alfræðiorðabókinni. Talið var að h...

Nánar

Hverjir fundu upp lýðræðið og af hverju?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? er lýðræðið meðal uppfinninga Forngrikkja. Aþena varð einmitt heimsins fyrsta lýðræðisríki árið 508 f.Kr. og síðan fylgdu önnur forngrísk borgríki í kjölfarið. Forngrískt lýðræði var frábrugðið nútímalýðræði á ýmsan hátt. Í Aþenu...

Nánar

Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?

Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...

Nánar

Getið þið sagt mér frá grískum skopleikjum og skopleikjaskáldum?

Allir varðveittir grískir skopleikir eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Ekki er vitað með vissu hver uppruni grískrar leiklistar er og engar haldbærar skýringar eru á nafni skopleikja (kómoídía hugsanlega af orðinu komazein, að ærslast). Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. He...

Nánar

Hvaða ár kom fyrsta bókin út?

Erfitt er að svara spurningunni afdráttarlaust af því að óljóst er hvað telst til útgáfu bókar. Yfirleitt er fyrsta prentaða bókin talin vera Biblía Gutenbergs, sem Þjóðverjinn Jóhannes Gutenberg prentaði árið 1455 með prentvél sem hann hafði sjálfur smíðað. Prentvél Gutenbergs olli straumhvörfum og í kjölfarið...

Nánar

Hvað heita stærstu eyjarnar á Miðjarðarhafi?

Miðjarðarhafið (e. Mediterranean Sea) er aflangt innhaf sem gengur austur úr Atlantshafi. Norðan við Miðjarðarhafið er Evrópa, austan við það er Asía og sunnan við hafið er Afríka. Nafnið Mediterranean er dregið af latneska orðinu mediterraneus sem mætti þýða sem 'milli landa'. Miðjarðarhafið er um 2.500.000 km2 a...

Nánar

Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?

Já, munur var á stöðu kvenna í Aþenu annars vegar og Spörtu hins vegar. Í Aþenu var staða kvenna á klassískum tíma afar bág, þær höfðu ekki borgararéttindi þótt þær væru aþenskir borgarar og þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Þær fengu ekki að taka þátt í stjórnmálum, máttu ekki eiga eignir og gátu alla ...

Nánar

Get ég fengið að sjá gríska stafrófið?

Hér fyrir neðan birtum við gríska stafrófið. Á eftir stöfunum koma nöfn þeirra og innan sviga þeir stafir rómverska stafrófsins sem næstir þeim fara að íslenskum framburði: Α, α alfa (a) Ν, ν ny (n) Β, β beta (b) Ξ, ξ xí (x...

Nánar

Fleiri niðurstöður